2 Apríl 2003 12:00
Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú vopnað rán sem framið var í gær um klukkan 09:42 í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði. Myndir náðust af ræningjanum á eftirlitsmyndavélum bankans og hafa þær nú verið sýndar í ljósvaka- og prentmiðlum. Í kjölfar þess hafa lögreglu borist all margar vísbendingar um það hver þarna kynni að hafa verið að verki. Verið er að skoða þær og fylgja þeim eftir.
Lögregla vill þó enn hvetja þá er telja sig hafa upplýsingar um það hver þarna var að verki, til að hafa samband við lögreglu í síma 525 3300.