9 Ágúst 2012 12:00
Karl á fertugsaldri var stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær en hugsunarleysi hans, og tveggja fullorðinna farþega sem einnig voru í bílnum, var með ólíkindum. Í aftursætinu á bíl mannsins voru tvö lítil börn en hvorugt þeirra var með tilskyldan öryggisbúnað. Fátt var um svör þegar leitað var eftir því hvers vegna eldra barnið var ekki í bílbelti og því yngra leyft að sitja í fangi annars farþega í stað þess að vera tryggilega fest í barnabílstól.
Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir áður en fólkinu var leyft að halda för sinni áfram með börnin. Ökumaðurinn má búast við sekt en upplýsingar um málið verða jafnframt sendar barnaverndaryfirvöldum.