11 Október 2006 12:00
Átján ára piltur var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í austurbæ Reykjavíkur í hádeginu í gær. Pilturinn var að stjórna svokölluðum rafmagnstjakki en svo illa vildi til að tjakkurinn rakst á kyrrstæðan lyftara. Við það fór gaffaljárn í vinstri fót piltsins sem slasaðist nokkuð.
Dreng á leikskólaaldri var líka ekið á slysadeild um kvöldmatarleytið í gær. Sá féll niður hringstiga í heimahúsi en drengurinn var þar að leik með eldri bróður sínum. Sá yngri mun hafa fengið heilahristing og skurð á höfuðið.
Þá var níu ára strák komið undir læknishendur undir hádegi í gær. Sá hafði hjólað á aðvífandi bíl. Strákurinn féll illa og var nokkuð bólginn. Meiðsli hans eru þó talin minniháttar.