7 Desember 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Tilgangurinn með því er að auka og efla upplýsingamiðlun frá lögreglunni til almennings, einkum þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Siðan verður notuð til að vekja athygli á fréttum og tilkynningum frá lögreglunni, forvörnum gegn afbrotum og sambærilegu efni. Þeim sem hafa áhuga á því að gerast góðkunningjar lögreglunnar á Facebook er bent á slóðina:

http://www.facebook.com/pages/Logreglan-a-hofudborgarsvaedinu/123603131036577