9 Ágúst 2018 16:16
Flugvél Air Iceland Connect var snúið aftur til Reykjavíkurflugvallar eftir flugtak á fjórða tímanum í dag eftir að reyks varð vart í vélinni og heppnaðist lendingin vel. Líklegt þykir að um vélarbilun hafi verið að ræða, en annar hreyfla vélarinnar mun hafa bilað. Fjörutíu og fjórir farþegar, auk áhafnar, voru um borð og sakaði þá ekki. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til og gekk vinna þeirra vel fyrir sig, samkvæmt viðbragðsáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eftir að vélin var lent var aðgerðin afboðuð kl. 15.36.