2 Apríl 2020 19:50
Skert starfsemi skóla og leikskóla samhliða minni samgangs milli fólks eykur líkur á að börn verði þolendur vanrækslu og ofbeldis.
Við þessar aðstæður berst börnum aðstoð seinna þar sem minni samgangur og styttri dvöl í skóla, ásamt öðrum úrræðum sem veita þeim öryggi og stuðning, veldur því að ekki verður alltaf upplýst um erfiðar aðstæður barna. Börn í erfiðum aðstæðum komast síður burt og geta þurft búa lengur við þær aðstæður áður en aðstoð berst.
Þetta sést nú þegar hér á landi þar sem tilkynningum til barnaverndar hefur fækkað.
Í ljósi alls er full ástæða til að biðla til almennings að hafa augun opin og huga sérstaklega að börnum sem mögulega búa við erfiðar aðstæður. Öllum ber að tilkynna um aðstæður barns ef áhyggjur vakna. Ekki bíða eftir að aðrir geri það, ekki bíða eftir aðstæður breytist. Hringdu í 112 og tilkynntu.
Hjálparsími Rauðakrossins, 1717 (og netspjall á www.1717.is) hefur verið efldur og þangað geta allir leitað og fengið aðstoð eða ráðgjöf allan sólarhringinn.
Alveg eins og við erum öll almannavarnir þá erum við öll barnavernd. Hvert og eitt okkar getur skipt öllu máli í lífi barns!