27 Apríl 2022 14:51
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda verkfæranna á meðfylgjandi myndum. Á annað þeirra hefur verið skrifað FAG, en hitt spreyjað með bláum og rauðum litum og eru fleiri verkfæri spreyjuð með sömu litum í vörslu lögreglu. Verkfærin verða afhent gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.
Fyrirspurnir og ábendingar skal vinsamlegast senda á netfangið munavarsla@lrh.is
UPPFÆRT 28/4:
Búið er að koma verkfærunum aftur í réttar hendur!