11 Júlí 2011 12:00

 Lögregluembættið á Eskifirði.

 Lögregluembættið á Eskifirði.

152 bókuð verkefni.

Þar af komu upp í tengslum við hátíðina Eistnaflug 59 verkefni, þar af:

29 fíkniefnamál en í öllum tilfellum var um að ræða óverulegt magn efna ætluð til neyslu. 

Þrír meintir fíkniefnaakstrar.

Eins var stolið bifreið sem ekið var út af í Hólmahálsi milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar aðfaranótt laugardagsins en það mál er upplýst.

Engar kærur vegna ofbeldisbrota bárust lögreglunni í tengslum við hátíðina.

Við fíkniefnaeftirlit í tengslum við hátíðina naut embættið aðstoðar yfirhundaþjálfara ríkislögreglustjóra.

Þess utan kom upp eitt mál þar sem aðili var tekinn við ræktun kannabisefna en um var að ræða fjórar plöntu  sem voru vel á veg komnar.