12 Janúar 2020 20:55
Við ráðleggjum íbúum höfuðborgarsvæðisins að vakna aðeins fyrr heldur en venjulega í fyrramálið og byrja daginn á því að athuga með veður og færð. Lægðirnar hafa verið í banastuði hér undanfarið og því er betra að hafa varan á sér. Færðin gæti verið erfið, umferðin þung og því væri jafnvel gott að leggja fyrr af stað en venjulega. Förum varlega, sköfum vel af öllum rúðum og ökum með kveikt á öllum ljósum. Muna svo að taka tilitsemina og þolinmæðina með sér áður lagt er af stað.