2 Febrúar 2023 13:03
Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega. Fólk er sömuleiðis beðið um að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim, ekki síst niðurföll á svölum húsa en þau eiga það til að gleymast. Þetta er ítrekað hér, en á morgun er enn fremur spáð suðvestan 15-23 m/s og talsverðri rigningu. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudag, og gildir hún frá kl. 12-19.