30 Júní 2020 15:12
Um 100 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nk. föstudag, 3. júlí, klukkan 12. Uppboðið, sem mun mögulega standa yfir í nokkra daga, verður með heldur óvenjulegu sniði því það verður haldið á netinu, en hlekkur á uppboðið mun birtast á fésbókarsíðu embættisins þegar nær dregur.
Boðin verða upp reiðhjól sem hafa safnast upp hjá lögreglunni og enginn hefur hirt um að sækja.