14 Júní 2011 12:00
Tæplega 80% stráka og stelpna bera mikið traust til lögreglunnar en um það má lesa í nýrri rannsókn sem Rannsóknir & greining við Háskólann í Reykjavík framkvæmdi. Þar kemur einnig fram að traust til lögreglunnar hefur aukist undanfarin ár í þessum aldurshópi. Svarendur eru nemendur framhaldsskólanna en í rannsókninni (Ungt fólk 2010 – Framhaldsskólanemar) var jafnframt spurt um traust til kirkjunnar, dómstóla og Alþingis, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.