29 September 2020 17:44
Umsóknarfrestur um fjórar stöður sviðstjóra hjá embætti ríkislögreglustjóra rann út í gær, 28. september. Auglýst var í nýjar stöður sviðsstjóra þjónustusviðs, yfirlögregluþjóns á landamærasviði, yfirlögregluþjóns alþjóðasviðs og yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs. Breytingarnar eru hluti af innleiðingu á nýju skipuriti embættisins.
Hér að neðan eru nöfn umsækjenda í hverja stöðu.
Staða sviðsstjóra þjónustusviðs ríkislögreglustjóra
Árdís Rut H. Einarsdóttir, lögfræðingur.
Hallgrímur Tómasson, lögfræðingur.
Rannveig Þórisdóttir sviðsstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Valdimar Björnsson, verkfræðingur. CFO Artic Adventures.
Staða yfirlögregluþjóns landamærasviðs ríkislögreglustjóra
Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Staða yfirlögregluþjóns alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra
Bjarni Ólafur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúi Europol.
Gylfi Hammer Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Staða yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra
Guðmundur Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Farið verður yfir allar umsóknir en fyrirhugað er að ráðið verði í stöðurnar frá 1. nóvember næstkomandi.