7 Júlí 2015 10:35
Unnið verður við malbikun í dag á Suðurlandsvegi við Nesjavallaleið frá kl. 9 og fram eftir degi. Byrjað verður vestan við gatnamót Nesjavallavegar og farið verður fram yfir gatnamótin í átt að Hellisheiði. Norðurhluti vegakaflans mun fyrst lokast fyrir umferð og síðan syðri.
Vegna steypuvinnu á brík verða umferðartafir á Elliðaárbrú, vegi 419, í dag þriðjudaginn 7. júlí frá kl. 13.20-15.30. Unnið verður á akreininni að Stekkjarbakka og verður umferð stýrt á meðan með ljósaörvum og starfsmönnum með stöðvunarskilti við sitt hvorn enda framkvæmdasvæðisins.
Vegna vinnu við vegöxl verða smávægilegar umferðatafir á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ milli Þverholts og Langatanga til 10. júlí frá kl. 9-18. Hraði um vinnusvæðið er 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.