29 Október 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 19. – 25. október.

Sunnudaginn 19. október kl. 20.05 varð harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Suðurgötu og Lækjargötu í Hafnarfirði. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar og tveir farþegar hinnar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum.

Þriðjudaginn 21. október kom maður á lögreglustöð og tilkynnti um að ekið hefði verið á hann fótgangandi aðfararnótt sunnudags milli kl. 2 og 3. Hann sagðist hafa verið nýkominn út af skemmtistað og verið að ganga yfir Austurstræti er leigubifreið kom að og ökumaðurinn stoppaði fyrir honum, til að hleypa honum yfir götuna. Hann hafi á leiðinni klappað létt á vélarhlíf bifreiðarinnar. Skipti þá engum togum að leigubílstjórinn ók af stað með þeim afleiðingum að hann kastaðist í götuna. Leigubifreiðinni var síðan ekið viðstöðulaust í burtu. Hann hafi fengið mikla verki í bakið og leitað á slysadeild vegna þess.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 22. október. Kl. 17.20 var bifreið ekið aftan á aðra á Vesturlandsvegi við Höfðabakka. Farþegi í annarri bifreiðinni meiddist á hendi og þurfti að leita á slysadeild. Kl. 16.48 var ekið var á hjólreiðamann á Kópavogsbraut við Meðalbraut. Hann fann til í fótleggjum og baki og var því fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Reiðhjólamaðurinn var sagður hafa hjólað óvarlega áleiðis yfir gangbraut við gatnamótin þegar óhappið varð. Og kl. 19.10 var bifreið ekið aftan á hægfara vinnuvél á vinstri akrein Reykjanesbrautar til suðurs á móts við Smáralind. Ökumaður bifreiðarinnar hafði verið að skipta um akrein þegar óhappið varð. Hann var fluttur á slysadeild vegna meiðsla.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 23. október. Kl. 12.07 féll reiðhjólamaður af hjólinu í Aratúni. Sjúkraflutningamenn færðu hann á slysadeild. Sama dag féll reiðhjólamaður af hjólinu á Löngulínu við Sjálandsskóla. Hann vakaðist og þurfti að leita aðstoðar á slysadeild.

Föstudaginn 24. október kl. 16.40 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Holtaveg. Bifreið var ekið aftan á aðra, sem kastaðist áfram á þá þriðju. Ökumaður og farþegi bifreiðarinnar, sem ekið var aftan á, voru fluttir á slysadeild.

Enn og aftur eru ökumenn beðnir um að fara varlega, vera meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur – og á það ekki síður við reiðhjólafólk. Þá er mikilvægt að þeir sýni þolinmæði vitandi það að hver og einn þurfi jafnan að deila gatnakerfinu með öllum hinum. Huga þarf að hæfilegu bili milli ökutækja því ökumaðurinn á undan gæti þurft að stöðva snögglega af einhverri ástæðu.

Enn og aftur eru ökumenn beðnir um að fara varlega, vera meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur – og á það ekki síður við reiðhjólafólk. Þá er mikilvægt að þeir sýni þolinmæði vitandi það að hver og einn þurfi jafnan að deila gatnakerfinu með öllum hinum. Huga þarf að hæfilegu bili milli ökutækja því ökumaðurinn á undan gæti þurft að stöðva snögglega af einhverri ástæðu.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.
 

Frá vettvangi í Lækjargötu í Hafnarfirði.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Frá vettvangi í Lækjargötu í Hafnarfirði.