14 Nóvember 2024 15:51
Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í tíu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 3. – 9. nóvember, en alls var tilkynnt um 35 umferðaróhöpp í umdæminu.
Fimm umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 4. nóvember. Kl. 7.11 valt gámabifreið á Esjuvegi á Kjalarnesi, við Saltvík. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Kl. 17.27 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gangbraut á Vörðutorgi í Hafnarfirði, við Kríuás. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 17.28 var bifreið ekið suður Höfðabakka í Reykjavík, á móts við Árbæjarsafn, og aftan á aðra bifreið, sem við það kastaðist áfram á þriðju bifreiðina. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 19.55 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Hlíðaravegar og Dalvegar í Kópavogi. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins, sem er grunaður um ölvun, bað um sjúkrabíl, en vildi síðan ekki láta flytja sig á slysadeild þegar til þess átti að koma. Og kl. 23.31 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12.38 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallahrauns í Hafnarfirði. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild, en hinn ætlaði sjálfur að koma sér undir læknishendur.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 7. nóvember. Kl. 8.16 varð tveggja bíla árekstur á Strandgötu í Hafnarfirði, við frárein af Reykjanesbraut. Annarri bifreiðinni var ekið suður Strandgötu, að Ásbraut, en hinni á fráreininni þar sem stöðvunarskylda er gagnvart umferð um Strandgötu. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 9.13 valt vörubifreið á athafnasvæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði eftir að hafa fengið á sig vindhviðu þegar verið var að afferma jarðveg og pallurinn var í efstu stöðu. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 9. nóvember. Kl. 16.50 var bifreið ekið aftan á aðra bifreið í hringtorgi á Vesturlandsvegi í Reykjavík, við Úlfarsfellsveg. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild. Og kl. 20.51 varð tveggja bíla árekstur á Höfðabakka í Reykjavík, á Elliðaárbrú, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Annar ökumannanna ætlaði sjálfur að leita sér læknisaðstoðar, en hinn, sem var grunaður um ölvunarakstur, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.