14 Mars 2024 15:25
Í síðustu viku lést einn og níu slösuðust í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 3. – 9. mars, en alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 5. mars. Kl. 0.09 var bifreið ekið suður Reykjanesbraut í Garðabæ, á móts við Kauptún, þar sem ökumaðurinn missti stjórn á henni. Við það hafnaði bifreiðin á ljósastaur utanvegar. Í aðdragandanum sagði ökumaðurinn að stýri bifreiðarinnar hefði skyndilega orðið fast/stíft. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild. Kl. 16.37 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á bifreiðastæði við íþróttamiðstöðina Varmá í Mosfellsbæ. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.23 var bifreið ekið norður Höfðabakka í Reykjavík, að Fálkabakka, og aftan á aðra bifreið sem var ekið sömu leið. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 7. mars. Kl. 2.38 hafnaði bifreið utan vegar á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, nærri Hagkaup í Litlatúni. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur, var fluttur á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Og kl. 18.19 var tilkynnt um umferðarslys á Heiðmerkurvegi í Garðabæ. Karlmaður um tvítugt ók bifhjóli vestur Heiðmerkurveg, en virðist hafa misst þar stjórn á því og hafnaði hjólið utan vegar. Maðurinn fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Laugardaginn 9. mars kl. 2.37 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli og á mannlausa bifreið á Hverfisgötu í Reykjavík, við Lækjargötu. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.