3 Janúar 2024 12:22
Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. – 30. desember, en alls var tilkynnt um 40 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 26. desember. Kl. 16.51 var bifreið ekið um Hallsveg í Reykjavík, en þar missti ökumaðurinn stjórn á henni og hafnaði á ljósastaur neðan við Vesturfold. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Og kl. 17.15 var bifreið ekið vestur Kringlumýrarbraut í Reykjavík, en þar missti ökumaðurinn stjórn á henni og hafnaði á ljósastaur við N1. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 27. desember. Kl. 13.36 var bifreið bakkað frá bifreiðastæði við Suðurhraun í Garðabæ, út á götuna á sama tíma og vörubifreið var ekið framhjá svo árekstur varð með þeim. Farþegi úr fólksbifreiðinni var fluttur á slysadeild. Kl. 16.51 var bifreið ekið vestur Þingvallaveg í Mosfellsdal og aftan á fjórhjól við afleggjara að Hlaðgerðarkoti. Í aðdragandanum hafði ökumaður fjórhjólsins numið staðar vegna umferðar á móti, en hann hugðist beygja til vinstri á þessum stað. Farþegi á fjórhjólinu var fluttur á slysadeild. Og kl. 18 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á gatnamótum Arnarnesvegar og Salavegar í Kópavogi. Í aðdragandanum var fólksbifreiðinni ekið vestur Arnarnesveg og strætisvagninum suður Salaveg, en ökumaður strætisvagnsins hugðist síðan beygja til vinstri á gatnamótunum þegar árekstur varð með þeim. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Laugardaginn 30. desember kl. 9.30 var bifreið ekið vestur Suðurlandsveg um Lögbergsbrekku, en þar missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það fór bifreiðin á vegmerkingum (gátskjöld) og hafnaði utan vegar. Á þessum stað þrengist vegurinn, fer úr 2+2 og sameinast umferð úr gagnstæðri átt. Snjóþekja var á vettvangi og lýsing sást illa. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.