18 Ágúst 2022 10:01
Í síðustu viku slösuðust átján vegfarendur í sextán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 7. – 13. ágúst, en alls var tilkynnt um 40 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 7. ágúst. Kl. 1.40 féll hjólreiðamaður á rafmagnshlaupahjóli í götuna á gatnamótum Hofsvallagötu og Neshaga. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður og ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 3.17 hjólaði hjólreiðamaður á rafmagnshlaupahjóli á ljósastaur í Lokinhömrum. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður og ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Fjögur umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 8. ágúst. Kl. 11.30 var bifreið ekið á miðrein austur Miklubraut að gatnamótum Grensásvegar og þar aftan á kyrrstæða bifreið, sem kastaðist áfram á kyrstæða bifreið þar fyrir framan og sú bifreið kastaðist svo áfram á fjórðu bifreiðina sem var kyrrstæð fyrir framan. Umferðarljós stýra umferð um gatnamótin og logaði rautt ljós á götuvitum fyrir umferð austur Miklubraut. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 13.04 var bifreið ekið suður Hafnarfjarðarveg að gatnamótum Vífilsstaðavegar og aftan á kyrrstæða bifreið sem kastaðist síðan áfram á þriðju bifreiðina þar fyrir framan. Rautt ljós var á ljósastýringu fyrir umferð suður Hafnarfjarðarveg á gatnamótum Vífilstaðavegar þegar áreksturinn varð. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 13.16 féll unglingar af léttu bifhjóli í Lofnarbrunni. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 20 féll ökumaður af bifhjóli á Kvartmílubrautinni við Álfhellu. Hann var við æfingaakstur ásamt ökukennara. Ökumaðurinn, sem var með viðeigandi öryggisbúnað, var í æfingabraut að sveigja á milli keilna þegar slysið varð. Hann hélt síns heima eftir slysið, en var fluttur á slysadeild síðar um kvöldið.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 9. ágúst. Kl. 12.41 féll reiðhjólamaður af reiðhjóli við Nettó á Miðvangi. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 20.32 féllu tveir hjólreiðamenn af reiðhjólum í Selhellu, en þar var reiðhjólakeppni í gangi. Annar var fluttur á slysadeild, en hinn ætlaði að koma sér þangað sjálfur. Báðir voru með öryggishjálm.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 10. ágúst. Kl. 16.13 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á vegslóða frá Heiðmerkurvegi við Helluvatn. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 20.43 féll ökumaður af mótorkrosshjóli á mótorkrossbrautinni á Tungumelum. Talið er að hann hafi farið of hratt á stökkpall með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 14.05 varð árekstur fólksbifreiðar og vörubíls í Hringhellu, en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 12. ágúst. Kl. 1.08 féll hjólareiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Kalkofnsveg við Faxagötu. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild. Og kl. 1.16 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli við Laugaveg og Vitastíg. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður og ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 13. ágúst. Kl. 0.05 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Sæbrautar, Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar. Annarri bifreiðinni var ekið suður Sæbraut, en hinni austur Skeiðarvog inn á gatnamótin. Ökumaðurinn sem ók Sæbraut til suðurs viðurkenndi að hafa ekið hratt og ógætilega gegn rauðu umferðarljósi í aðdraganda slyssins. Hann og farþegi voru fluttir á slysadeild. Kl. 20.39 féll hjólreiðmaður af rafmagnshlaupahjóli á Fjarðargötu. Hjólreiðamaðurinn, sem kvaðst hafa verið skransa í aðdraganda slyssins, var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.52 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Hábraut við Kárnesbraut. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.