30 Ágúst 2021 15:22
Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 22. – 28. ágúst, en alls var tilkynnt um 20 umferðaróhöpp í umdæminu.
Sunnudaginn 22. ágúst kl. 10.22 var bifreið ekið vestur Vesturlandsveg, inn á aðrein að Sæbraut í norður, þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni svo hún fór utanvega og hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 24. ágúst kl. 8 var bifreið ekið norður Njarðargötu í beygjuvasa með akstursstefnu austur Hringbraut þegar rafmagnshlaupahjóli var ekið eftir gangstíg, sem liggur sunnan við Hringbraut inn á gönguleið við vegamótin sem þverar Njarðargötu, og inn í hægri hlið bifreiðarinnar. Gönguleiðin er ekki tengd ljósastýringu gatnamótanna en yfirborðsmerking er á vegi með tveimur óbrotnum línum þvert yfir akbrautina. Engin umferðarmerki eru um gangbraut. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.