31 Mars 2020 22:28
Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 22. – 28. mars, en alls var tilkynnt um 12 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 25. mars. Kl. 7.20 missti ökumaður á leið norður Reykjanesbraut, á móts við Hnoðraholt í Garðbæ, stjórn á bifreið sinni sem hafnaði utan vegar og valt þar. Hálka var á vettvangi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 7.36 missti ökumaður á leið suður Reykjanesbraut, sunnan við Straum, stjórn á bifreið sinni sem fór yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem var ekið Reykjanesbraut í norður. Við áreksturinn höfnuðu tvö önnur ökutæki, sem einnig var ekið í norður, ýmist aftan á eða í hlið fyrstnefndu ökutækjanna. Talsverð ísing/hálka var á vettvangi. Þrír voru fluttir á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.