17 Desember 2018 12:38
Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. desember.
Þriðjudaginn 11. desember kl. 18.16 varð aftanákeyrsla á Miklubraut til vesturs, skammt austan Rauðarárstígs. Ökumaður og farþegi í fremri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Fjögur umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 13. desember. Kl. 8.04 varð gangandi vegfarandi, á leið austur með sunnanverðum Bíldshöfða og áleiðis yfir gatnamót Breiðhöfða, fyrir bifreið, sem var ekið vestur Bíldshöfða og beygt áleiðis suður Breiðhöfða. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 8.19 urðu tveir drengir fyrir bifreið á gangbraut yfir Háholt við Akurholt. Þeir voru fluttir á slysadeild. Kl. 10.18 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Sæbraut og beygt suður Faxagötu, og bifreið, sem var ekið austur Sæbraut. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild. Og kl. 16.26 varð barn fyrir bifreið, sem var ekið vestur Bogatanga skammt frá Langatanga. Barnið var flutt á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.