9 Júlí 2018 10:02
Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. júlí.
Mánudaginn 2. júlí kl. 10.21 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli sínu í Dalshrauni. Hann var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 3. júlí. Kl. 11.03 varð aftanákeyrsla á Sæbraut til vesturs norðan Miklubrautar. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild. Og kl. 12.10 varð drengur á reiðhjóli, á leið vestur Álfhólsveg, fyrir bifreið, sem var ekið norður Skólatröð. Hann var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 6. júlí kl. 16.37 var strætisvagni ekið um hringtorg Dalvegar við Smáratorg/Skógarlind, og þar á framhorn kyrrstæðrar bifreiðar við torgið og síðan aftan á aðra þar skammt frá. Ökumaður strætisvagnsins er grunaður um ölvunarakstur. Þrennt var flutt á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.