19 Júní 2017 13:01
Í síðustu viku slasaðist tuttugu og einn vegfarandi í sextán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. júní.
Sunnudaginn 11. júní kl. 0.05 var bifreið ekið aftan á aðra á Miklubraut vestan Grensásvegar á leið til austurs. Eftir áreksturinn var aftari bifreiðinni ekið á brott af vettvangi, en fannst yfirgefin á bak við söluturn við Réttarholtsveg. Ökumaðurinn var handtekinn þar skammt frá. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíknefna þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í fremri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Fimm umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 12. júní. Kl. 07.54 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Sævarhöfða og beygt áleiðis suður Svarthöfða, og bifreið, sem var ekið austur Sævarhöfða. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Kl. 11.10 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Reykjanesbraut og bifhjóli, sem var ekið suður Fjarðarhraun og beygt áleiðis austur Reykjanesbraut. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild. Kl. 17.26 varð þriggja bifreiða aftanákeyrsla efst í Ártúnsbrekku á leið til vesturs. Ökumaður fremstu bifreiðarinnar hafði stöðvað skyndilega þegar vélarhlífin fauk upp með framangreindum afleiðingum. Ökumaður miðbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Kl. 21.50 varð 13 ára drengur á vespu fyrir bifreið í Gnoðarvogi. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.14 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Stekkjarbakka, og bifreið, sem var ekið austur götuna og beygt áleiðis norður Reykjanesbraut. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslyst voru tilkynnt þriðjudaginn 13. júní. Kl. 8.10 var bifreið ekið norður Rauðarárstíg, beygt til austurs áleiðis að stæði við hús nr. 27 og á hjólreiðamann, sem hjólaði norður gangstétt götunnar. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.25 varð árekstur með bifreið, sem var ekið út af bifreiðastæði við Grímsbæ og beygt áleiðis vestur Bústaðaveg, og bifreið, sem var ekið austur Bústaðaveg. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 14. júní. Kl. 12.31 valt bifreið á Suðurlandsvegi við Geitháls. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Kl. 13.37 rákust ökumaður rafmagnsvespu og hjólreiðamaður saman á gangstétt við gatnamót Staðarbergs og Einibergs. Báðir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 14.38 var hjólreiðamaður fyrir bifreið við gatnamót Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. Hann var fluttur á slysadeild.
Fjögur umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 16. júní. Kl. 6.42 var fólksbifreið ekið aftan á hópbifreið á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg á leið til norðurs. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem hafði sofnað undir stýri, var fluttur á slysadeild. Kl. 16.24 varð árekstur með lögreglubifreið í forgangsakstri á leið austur Skyggnisbraut, og bifreið, sem var ekið af bifreiðastæði við hús nr. 26. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Kl. 16.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Malarhöfða og beygt áleiðs austur Bíldshöfða, og bifreið, sem var ekið vestur Bíldshöfða. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.48 féll hjólreiðamaður af fáki sínum í Engiteig. Hann var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 17. júní kl. 0.35 féll ölvaður hjólreiðamaður á Lækjartorgi. Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.