29 Nóvember 2016 13:22
Í síðustu viku slösuðust fimmtán vegfarendur í tíu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 20. – 26. nóvember.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. nóvember. Kl. 11.58 varð árekstur með bifreið, sem var ekið austur Breiðhellu, og bifreið, sem var ekið suður Gjáhellu. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.42 varð hjólreiðamaður fyrir bifreið í Stakkahlíð við Miklubraut. Hann var fluttur á slysadeild.
Fimm umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 23. nóvember. Kl. 6.55 var bifreið ekið norður Klettagarða, beygt til vesturs að athafnasvæði Flytjanda, og í veg fyrir bifreið, sem var ekið suður götuna. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Kl. 8.22 var bifreið ekið suður Gullinbrú þar sem hún lenti á vegriði með þeim afleiðingum að flytja þurfti ökumanninn á slysadeild. Kl. 10.47 varð árekstur með bifreiðum í Sæviðarsundi. Annarri bifreiðinni var ekið norður húsagötu og hinni var ekið austur aðalgötuna. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Kl. 12.51 varð aftanákeyrsla á Háaleitisbraut við Miklubraut. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.44 varð fótgangandi vegfarandi fyrir bifreið á bifreiðastæði Vínbúðarinnar við Dalveg. Hann var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. nóvember. Kl. 18.18 varð þriggja bifreiða aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut við Suðurfell á leið til suðurs. Allir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 22.14 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Hann var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 25. nóvember kl. 8.12 varð hjólreiðamaður á leið eftir gangstétt við Löngufit fyrir bifreið, sem var beygt af götunni áleiðis að heimkeyrslu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn.