12 Júní 2007 12:00
Í vor og sumar hafa lögreglumenn heimsótt á annað hundrað leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og farið yfir umferðarreglur og umferðaröryggi með 5 og 6 ára börnum, þ.e. tveimur elstu árgöngum leikskólanna. Nokkur þúsund börn hafa því notið þessarar fræðslu í ár sem er samstarfsverkefni lögreglunnar og Umferðarstofu. Í Umferðarskólanum er gjarnan glatt á hjalla og ekki spillir fyrir þegar Lúlli löggubangsi slæst með í för.
Fyrir hönd LRH hafa Hildur Rún Björnsdóttir, Hilmar Harðarson, Haraldur Sigurðsson, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Valgarður Valgarðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Jóhannes Magnús Ármannsson sinnt þessu verkefni með miklum sóma.