20 Janúar 2019 19:48
Tvær rútur með um 40 manns innanborðs fóru út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um kvöldmatarleytið. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega, en þrír fengið minni háttar áverka. Fólkið sem var í rútunum tveimur verður flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar og ætti því verki að vera lokið á hverri stundu, en aðstæður á vettvangi eru erfiðar enda slæmt veður, hálka og lítið skyggni. Vesturlandsvegur er lokaður á milli Esjumela og Hvalfjarðarganga.