1 Febrúar 2012 12:00
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist í fyrradag, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann átti sér stað.
Merkin úr Bolungarvíkurgöngunum eru upplýsingarmerki með bókstöfum á frá A til L 50 x 60 cm að stærð, á bláum gruni með hvítum stöfum . Skiltin við Vatnsfjarðarháls voru annars vegar hinn hefðbundni þríhyrningur með upphrópunarmerki á Önnur hætta og undirmerki þar við sem á stóð Impossible.
Kostnaður við hvert þessara umferðarmerkja er 60.000 eða samtals 840.000.
Spurningin er hvað ætlar þjófurinn eða þjófarnir að gera við umferðarmerkin?
Hver sá sem getur gefið upplýsingar um þjófnaðina er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3731.