8 Janúar 2015 09:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn að gæta sérstaklega að ökulagi sínu kringum skóla á morgnanna, núna þegar skólar eru hafnir á nýjan leik. Því miður berast okkur reglulega tilkynningar um ökumenn sem ekki sýna nægjanlega aðgæslu í akstri sínum í morgunumferðinni og valda þannig öðrum vegfarendum töluverðri hættu. Í svartasta skammdeginu er þetta atriði sérstaklega brýnt. Förum varlega.