8 Febrúar 2013 12:00
Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórmenningarnir, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í síðasta mánuði eftir lagt var hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í byrjun mánaðarins.