10 Apríl 2019 16:30
Hverjir eru bestu ökumennirnir? Því er kannski erfitt að svara, en þá er jafnframt forvitnilegt að heyra um mat ökumannanna sjálfra á eigin hæfni. Um þetta er fjallað í áhugaverðri frétt, sem birtist á heimasíðu Samgöngustofu fyrr á árinu, en þar er vísað í viðhorfskönnun Gallup frá 2018, en hún var gerð að beiðni Samgöngustofu. Þar kemur m.a. fram að örfáir ökumenn telja sig vera undir meðallagi hvað hæfni þeirra til aksturs varðar. Nokkur munur er enn fremur á kynjunum í þessari könnun, en konur virðast hógværari þegar kemur að þessu mati. Þá er sömuleiðis eftirtektarvert að yngstu ökumennirnir (18-24 ára) er sá hópur sem telur sig bestu ökumennina. Yngsti aldurshópurinn er jafnframt líklegastur til að valda umferðarslysum, samkvæmt slysatölum Samgöngustofu, og því kunna eldri ökumenn að vera á öndverðri skoðun hvað varðar hæfni þeirra yngri! Hvað sem þessu líður er fréttin fróðleg lesning og skemmtilegt innlegg í umræðuna um umferðarmálin í sinni breiðustu mynd.
https://www.samgongustofa.is/um/frettir/umferdarfrettir/yngstu-okumennirnir-telja-sig-bestu-okumennina