28 Júlí 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í umdæminu um helgina sem báðir voru undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru tveir karlar, 19 og 24 ára. Annar var stöðvaður í Reykjavík á laugardag en hinn í Hafnarfirði á sunnudag.
Í gærkvöld var svo 18 ára piltur handtekinn í Hafnarfirði en sá ók sömuleiðis undir áhrifum fíkniefna. Pilturinn tók bíl í bænum traustataki en ökuferðin varð ekki löng. Bíllinn endaði í grasbrekku utan vegar en ökumaðurinn og farþegarnir hlupu af vettvangi. Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síður en engan sakaði í þessu óhappi.