1 Ágúst 2024 12:55
Nú styttist í eina helstu ferðahelgi sumarsins, verslunarmannahelgina. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir hringinn í kringum landið sem einstaklingar, hópar og fjölskyldur sækja í. Mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraða, aðlagi akstur að aðstæðum og hvíli sig vel áður en lagt er að stað í ferðalag. Ölvunarakstur er aldrei í lagi.
Góða skemmtun er sameiginlegt átak lögreglunnar, Neyðarlínunnar og dómsmálaráðuneytisins sem hrint var af stað í byrjun sumars. Með átakinu er almenningur hvattur til að skemmta sér vel á hátíðum sumarsins og sýna samstöðu gegn ofbeldi. Þá eru skipuleggjendur hvattir til að tryggja að viðburðirnir verði góð skemmtun þar sem öryggi gesta er í forgangi með góðum undirbúningi og skipulagi.
Meginskilaboð átaksins eru að góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus. Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eiga aldrei að líðast. Skemmtanir sumarsins eru margar og fjölbreyttar og eru líkur á afbrotum meiri á stærri viðburðum. Ekki er þar með sagt að alvarleg atvik geti ekki allt eins komið upp á umfangsminni viðburðum.
Í neyð skal hafa samband við 112.
Hér eru nokkrir mikilvægir punktar til að hafa í huga fyrir komandi viðburði og skemmtanir:
- Góð skemmtun er örugg fyrir öll.
- Njótum samverunnar.
- Gleðjumst öll yfir því að koma saman.
- Ekki beita ofbeldi. Skemmtum okkur vel, án ofbeldis.
- Ef þú verður vitni að ofbeldi hafðu samband við 112.
- Kynmök án samþykkis er nauðgun.
- Að bera vopn á almannafæri er bannað.
- Góð skemmtun er þegar öll koma heil heim.
Hér fyrir neðan má nálgast góð ráð fyrir viðburðahaldara, sveitarfélög, foreldra, forsjáraðila og ungmenni, og markaðsefni til að deila áfram til að auka líkur á öruggri og ofbeldislausri skemmtun:
Netborðar fyrir heimasíður viðburðahaldara
Efni fyrir útimiðla (LED skilti)