18 Október 2024 11:38

Í kvöld heldur þýska teknósveitin Scooter tónleika í Laugardagshöll og er búist við fjölmenni. Húsið opnar kl. 18:00 og er viðburðinum lokið á miðnætti. Lögregla vekur athygli á því að 18 ára aldurstakmark er á tónleikana, þannig að gestir yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna.

Lögregla hvetur fólk til að gefa sér góðan tíma til að komast á staðinn og eins aftur heim að tónleikunum loknum og minnir á mikilvægi þess að ökumenn sýni þolinmæði.

Lögreglan verður við störf á svæðinu í kvöld til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig og tónleikagestir njóti skemmtunarinnar í  Laugardalshöll sem best.