1 Nóvember 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í alþjóðlegu tíst-maraþoni í kvöld og nótt, en hún mun tísta frá kl. 18 í dag og til kl. 6 í fyrramálið. Þetta er í annað sinn sem lögreglan er með í tísti af þessu tagi, en í mars tóku þátt yfir 200 lögreglulið víðsvegar í heiminum og var tístað á 23 tungumálum. Tilgangurinn með þessu er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglunnar og sýna hversu fjölbreytt verkefni hún fæst við.
Rúmlega 4.000 manns fylgjast með störfum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á twitter, og enn fleiri á fésbókinni, eða tæplega 45.000 manns, en samskiptamiðlarnir hafa bætt enn frekar samskipti lögreglunnar og borgaranna.