23 Maí 2011 12:00
Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum.
Umtalsvert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og fínt öskufjúk er nú í bænum. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja bendir fólki á að unnt er að nálgast rykgrímur á lögreglustöð, heilbrigðisstofnuninni og á slökkvistöðinni við Heiðarveg. Þá er fólki með öndunarfærasjúkdóma bent á að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu meðan öskufjúk er í bænum.
Búfjáreigendum er bent á að brynna búfénaði sínum vel meðan þetta ástand varir og þeir sem eiga þess kost að gefa fénaði sínum á húsi fremur en að beita í haga.