6 Febrúar 2022 19:27
Aðgerðastjórn á Austurlandi vekur athygli á slæmri veðurspá fyrir landið allt í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir að veðrið skelli á Austurlandi í fyrramálið. Ekkert ferðaveður verður þá í umdæminu. Stjórnendur þeirra fyrirtækja og stofnana sem tryggja þurfa órofinn rekstur, eru hvattir til að huga að viðeigandi ráðstöfunum.
Skólahald á Austurlandi fellur að hluta niður í fyrramálið. Frekari upplýsingar um það munu sendar foreldrum og forráðamönnum síðar í kvöld eða í fyrramálið. Þeir eru og hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðum sveitarfélaganna varðandi upplýsingar um skólahald.
COVID sýnataka á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), sem skipulögð var á morgun fellur niður.
Áréttaða er að gert er ráð fyrir stormi og hríð á morgun og ferðaveður þá ekkert eftir að veðrið skellur á, hvort heldur innanbæjar eða utan. Íbúar eru því hvattir til að halda sig heima í fyrramálið og fram eftir degi, eða svo lengi sem veðrið varir.
—————-
English – Bad weather forecast
Schools will be partly closed. Further information about schools will be transmitted to parents later this evening on websites of the municipalities.
No Covid-testing will be taken tomorrow.
————–
polski – Zła prognoza pogody
W dniu jutrzejszym od rana i przez następne kilka godzin spodziewana jest bardzo zła pogoda z silnym wiatrem i opadami śniegu.
Zaleca się rezygnację z podróży i wyjazdów. Szkoły będą częściowo zamknięte w dniu jutrzejszym. Dalsze informacje zostaną przekazane rodzicom/opiekunom dziś w godzinach wieczornych lub jutro wcześnie rano. Informacje są także dostępne na stronie internetowej gminy.
W dniu jutrzejszym testy Covid nie będą wykonywane.