15 Janúar 2022 13:40
Ljóst er að tafir verða á niðurstöðum úr sýnatöku gærdagsins þar sem flugi síðdegis frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gær kl. 16 var aflýst. Sýnin verða því greind í dag og von er á niðurstöðum seint í dag eða í kvöld. Á morgun, sunnudaginn 16. janúar, er opið í sýnatöku á Reyðarfirði kl. 10 – 11 og Egilsstöðum kl. 12 – 13:30. Á Vopnafirði verður sýnataka kl. 13:00 í bílskúrnum við Heilsugæsluna. Við hvetjum alla þá sem eru með einkenni eða telja sig hafa verið útsettir fyrir smiti, að fara í sýnatöku og halda sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Fólk skráir sig í sýnatöku á heilsuvera.is
Aðgerðastjórn hvetur sem fyrr alla til að kynna sér nýjar og nokkuð breyttar sóttvarnaraðgerðir sem tóku gildi á miðnætti í gær. Um þær má lesa almennt, skoða reglugerðina og lesa minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á hlekknum: Stjórnarráðið | COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti (stjornarradid.is)
Aðgerðastjórn mun næst senda út tilkynningu síðari hluta dags á morgun, sunnudag.