5 Desember 2021 14:27
Af ríflega hundrað og áttatíu sýnum er tekin voru á Egilsstöðum á föstudag reyndust engin þeirra jákvæð. Virðist því sem við höfum sloppið nokkuð með skrekkinn að þessu sinni og má m.a. þakka skjótum og markvissum viðbrögðum íbúa og skólastjórnenda í kjölfar smita. Hið sama á við um smit er greindust í síðustu viku á Fáskrúðsfirði, öll sýni er tekin voru á Reyðarfirði á föstudag vegna þeirra voru neikvæð og engin samfélagssmit greinst. Ástæða er til að þakka viðbrögð þar einnig.
Leikskólinn Tjarnarland sem lokaður var á föstudag mun að þessu sögðu opna að nýju á morgun.
Þrátt fyrir góðar niðurstöður er ljóst að á landsvísu er staðan viðkvæm og má lítið út af bregða. Þeir er standa fyrir viðburðum í aðdraganda jóla því hvattir til að huga sérstaklega að smitvörnum og taka jafnvel aukaskref í átt að hertum vörnum þar sem þess er kostur. Íbúar eru að sama skapi hvattir til að gæta að persónubundnum sóttvörnum í hvívetna og hafa varann á í margmenni.
Gerum þetta saman, nú sem endranær.