5 Október 2021 14:16
Á Austurlandi eru nú 5 í einangrun og 9 í sóttkví. Ekki hafa greinst smit í fjórðungnum í rúmlega viku og munu því tölur yfir smitaða lækka töluvert á næstu dögum þar sem flestir klára sína einangrun. Það er mikið ánægjuefni að náðst hafi að takmarka útbreiðslu covid-19 eftir hópsmitið á Reyðarfirði og vill aðgerðastjórn þakka íbúum fyrir samstöðu og samstillt átak til að lágmarka smit.
Við þurfum þó öll áfram að vera vakandi fyrir því ef við sýnum einhver einkenni, að mæta þá í sýnatöku og halda okkur heima þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Þá vill aðgerðastjórn biðla til þeirra sem hafa verið að sækja fjölmenna staði eða verið í margmenni þar sem smit hafa verið að greinast undanfarið, að hafa lágan þröskuld fyrir því að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni eða ef grunur leikur á um smit. Hægt er að bóka sýnatöku á heilsuvera.is eða hafa samband við næstu heilsugæslustöð.
Höldum áfram að tækla þetta verkefni saman.