28 September 2021 18:43
Í gær greindust fimm ný smit í fjórðungnum, öll innan sóttkvíar. Á Austurlandi eru því 15 í einangrun og 24 í sóttkví. Það er líklegt að við höldum áfram að sjá smit hjá þeim sem eru í sóttkví, enda er gjarnan um að ræða fjölskyldumeðlimi þeirra sem eru smitaðir. Þá er góðs viti að smit hafa ekki verið að greinast utan sóttkvíar í dágóðan tíma. Áfram þurfum við þó að vera á varðbergi og sinna persónubundnum sóttvörnum.
Vegna veðurs var flugi aflýst í dag frá Egilsstöðum. Þau sýni sem tekin voru komast því ekki suður fyrr en í fyrramálið með fyrstu vél og niðurstaðna því ekki að vænta fyrr en á morgun. Aðgerðastjórn hvetur fólk sem fyrr til að bóka sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum sem geta bent til covid-19.