6 Ágúst 2021 20:21

Í ljósi þess að upp hefur komið kórónuveirusmit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju telur aðgerðastjórn rétt að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu. Um leið og smitið greinist var brugðist við með þeim hætti að setja þá sem mögulega voru útsettir fyrir smiti í sóttkví. Allir starfsmenn og íbúar Dyngju hafa verið skimaðir og er niðurstöðu að vænta úr þeirri skimun á morgun. Á meðan beðið er eftir niðurstöðum verður hjúkrunarheimilið lokað fyrir heimsóknir en þeim takmörkunum verður aflétt eins fljótt og mögulegt er.

Aðgerðastjórn telur rétt að ítreka mikilvægi persónubundinna sóttvarna í baráttunni við veiruna. Hér á Austurlandi eru smitin ekki bundin við eitt bæjarfélag heldur eru að greinast víðsvega um fjórðunginn. Við þurfum því öll að gæta okkar og huga að hvort öðru í þessari baráttu.

Því vill aðgerðastjórn hvetja íbúa að huga vel að eigin smitvörnum og gerum þetta saman eins og hingað til.

https://www.covid.is/god-rad