1 Apríl 2021 16:26
Sextán smit eru sem fyrr í fjórðungnum, öll landamærasmit.
Góðar fréttir eru af líðan skipverja súrálsskipsins í Mjóeyrarhöfn og þar með talið þeim eina sem lagður var inn á Landspítala. Þeir smituðu eru að hressast smám saman og engin smit borist á milli til þeirra níu sem ósmitaðir eru.
Eitthvað hefur verið um að fólk með einkenni um Covid-19 hafi ekki getað skráð sig í sýnatöku á heilsuvera.is. Starfsfólk HSA beinir því til allra í fjórðungnum sem telja sig þurfa sýnatöku nú um páskana að mæta í Blómabæ á Egilsstöðum, rétt hjá Bónus, annað hvort laugardaginn 2. apríl eða mánudaginn 4. apríl kl 11:30 og fara þar í sýnatöku. Þetta gildir líka þó fólki takist ekki að skrá sig fyrirfram.
Þetta þokast allt í rétt átt, njótum páskahátíðarinnar og vinnum áfram að því saman að klára þetta verkefni. Við getum það.