26 Júlí 2007 12:00
Karl á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru handtekin í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær en þau höfðu farið ránshendi um tvær verslanir í bænum. Þau stálu bæði fatnaði og tækjum en varningurinn fannst í bíl þeirra.
Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Austurstræti síðdegis í gær en maðurinn tók hlut ófrjálsri hendi úr verslun við Laugaveg. Hann reyndist jafnframt vera eftirlýstur vegna afplánunar vararefsingar.