19 Janúar 2007 12:00
Tveir þjófar voru gripnir í Smáralind í gær. Fyrst var tæplega fertug kona stöðvuð af öryggisverði en í ljós kom að konan hafði stolið ýmsum vörum í tveimur verslunum. Klukkustund síðar var kona á þrítugsaldri líka tekin fyrir hnupl í verslunarmiðstöðinni. Hún var öllu stórtækari og hafði stolið vörum úr fjórum verslunum.
Í gær var tilkynnt um innbrot í tvo bíla á höfuðborgarsvæðinu og þá var eldsneyti stolið frá bensínstöð í austurborginni. Peningum var stolið af heimili í Garðabæ og tölvubúnaður var tekinn úr húsi í Laugardal.