14 Nóvember 2022 15:40
Yfir 3000 manns fylgdust með landssamráðsfundi gegn ofbeldi og afleiðingum þess í gegnum streymi og auk sem um 350 einstaklingar mættu á staðfund á Grand Hótel, í Háskólanum á Akureyri og í Björgunarmiðstöðina á Selfossi til ræða saman um aðgerðir gegn ofbeldi í samfélaginu. Verða niðurstöður vinnustofa nýttar í núverandi og fyrirhugaðri vinnu við gerð nýrra aðgerðaáætlana stjórnvalda gegn ofbeldi.
Meginþema fundarins var þverfagleg samvinna gegn ofbeldi og þá ekki hvað síst til að vernda og styðja betur börn og ungmenni gegn ofbeldi. Enn er hægt að horfa à fundinn í heild sinni hér: https://fb.watch/gJVMlB03BH/
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessum fyrsta landssamràðsfundi gegn ofbeldi, á einn eða annan hátt, kærlega fyrir. Fjölþætt nálgun og breitt samstarf þarf til vinna gegn ofbeldi og var samstaða um það var áþreifanleg á fundinum. Ljóst er að mikilvæg samfélagsleg verkefni eru framundan í þeirri baràttu að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu.