13 Júní 2011 12:00
Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í Kópavogi á laugardagskvöld og færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar en viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Ekki lét maðurinn sér samt segjast og settist aftur undir stýri í annarlegu ástandi nokkrum klukkutímum seinna aðfaranótt sunnudags. Þá hafði hann komist yfir annan bíl í Kópavogi og ætlaði að halda uppteknum hætti. Lögreglunni tókst hinsvegar að stöðva för hans en þá reyndi maðurinn að komast undan á hlaupum en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var því handtekinn öðru sinni og var þá jafnframt með fíkniefni í fórum sínum.