10 Ágúst 2011 12:00
Búast má við töfum á umferð um Sæbraut vegna malbikunar milli Laugarnesvegar og Langholtsvegar fram eftir degi í dag. Í framhaldi af því verður Reykjanesbraut malbikuð frá Sprengisandi við Bústaðaveg að Breiðholtsbraut. Vinsamlegast virðið vegmerkingar og farið með gát.
Þessu til viðbótar þá var í morgun byrjað að fræsa og malbika Bæjarháls milli Hraunbæjar og Stuðlaháls. Þar má búast við töfum á umferð og því er skynsamlegt fyrir ökumenn að finna sér hjáleið í gegnum iðnaðarhverfið norðan megin við Bæjarhálsinn í stað íbúðahverfisins að sunnanverðu.