29 Janúar 2016 15:12
Ábendingar hafa borist lögreglu um stöðubrot við Egilshöll. Ökutækjum er þá meðal annars lagt þannig að þau hindra för gangandi um gangstéttar. Þetta er bagalegt í ljósi þess fjölda sem þarna fer um daglega, barna þar á meðal sem þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar og skáskjóta sér milli bíla. Við þessu hefur lögregla brugðist með álagningu stöðubrotsgjalda sem eru 63 í þessum mánuði.
Lögregla hvetur ökumenn sem fyrr til að leggja löglega og komast þannig hjá viðurlögum en ekki síður til að koma í veg fyrir slys vegna ólöglegra og hættulegra stöðu ökutækja.