14 Júní 2011 12:00
Mikið var um stöðubrot í Reykjavík um helgina og hafði lögreglan afskipti af tæplega tvö hundruð og þrjátíu ökutækjum vegna þessa, aðallega í Laugardalnum en líka annars staðar í borginni. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en nú er 5000 kr. sekt vegna stöðubrots en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.
Þess má geta að á sama tíma og bílum var ítrekað lagt ólöglega í Laugardalnum um helgina var mikið af ónotuðum bílastæðum á svæðinu, m.a. við Laugardalsvöllinn.